Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Ættardraugar, Mórar og Skottur (inngangur)
Ættardraugar, Mórar og Skottur
Þessu næst munum vér telja nokkra af draugum þeim sem fylgt hafa bæði ættum og einstökum mönnum og jafnvel bæjum eða byggðarlögum en þótt þeir séu allt annað en fylgjur fornmanna, og þó vér kunnum frá flestum þeirra fátt að segja og ekki meira en nöfn sumra þykir þó betur hæfa að telja þá upp með nafni því þá er hægra fyrir aðra að grafast eftir þeim á eftir. Þessir draugar eru aðrir kvenkyns, en hinir karlkyns; en því tel ég kvendraugana fyrst að það er eins og enn meira kveði að þeim en karldraugunum. Eins og draugar þessir eru ólíkir að eðli eins höfðu þeir ólíkan búning: karldraugarnir voru oftast í mórauðri peysu eða mussu, með barðastóran halt kolllágan á höfði eða lambhúshettu og „hengdu smala“, þ. e. stungu öllum hausnum út um hettuopið og létu hettukollinn skúta aftur á bakið; sumir þeirra gengu og við broddstaf. Kvendraugarnir voru með mórauð skaut á höfði, gamla kvenhöfuðbúninginn íslenzka sem er eini og rétti þjóðbúningur kvenna. En það bar á milli að kvendraugar létu faldkrók sinn beygjast aftur eða þær létu skautið lafa niður á milli herðanna[1] þar sem konur höfðu faldinn frambeygðan. Oft voru þær í rauðum sokkum og sugu fingurna. Ekki er annað talið athugavert um fatnað drauga þessara. Kvendraugarnir hafa flestallir fengið nafn af búningnum og einnig margir karlalraugarnir. Draga kvendraugarnir nafn af höfuðbúnaði sínum og eru kallaðir Skottur af því að skautið lafir aftur á bakið eins og skott, en karldraugarnir heita allmargir Mórar af mórauðu peysunni eða úlpunni sem þeir eiga að vera í þó einnig heiti þeir ýmsum öðrum nöfnum, t. d. Lalli og Goggur, auk kenningarnafna.
- Móhúsa-Skotta
- Hvítárvalla-Skotta
- Hítardals-Skotta
- Skarðs-Skotta
- Mývatns-Skotta
- Hleiðrargarðs-Skotta
- Missagnir og viðaukar um Hleiðrargarðs-Skottu
- Illuga-Skotta
- Árbæjar- eða Nýjabæjar-Skotta
- Eyjafjarðar-Skotta
- Skinnpilsa
- Hörgslands-Móri
- Sels-Móri
- Írafells-Móri
- Sels-Móri eða Þorgarður
- Sólheima-Móri
- Hörghóls-Móri
- Goggur
- Afturgöngur
- Böðvarshóla- eða Gauksmýrar-Skotta
- Mývatns-Skotta
- Ábæjar-Skotta
- Hleiðargarðs-Sigga
- Hörghóls-Móri
- Björg í Vallatúni og sending hennar
- Skupla
- Pjakkur
- Litluborgar-Toppur
- Fellsendadraugurinn
- Draugurinn á Finnbogastöðum
- ↑ Sbr. söguna um Höfðabrekku-Jóku.