Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Myrti drengurinn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Sigurður bóndi Sigurðsson bjó norður í Eyjafirði þegar faðir hans var prestur á Bægisá. Einu sinni hvarf léttadrengur frá Sigurði og hefur ekki sézt síðan. Lék það orð á að bóndi mundi hafa orðið piltinum óvart að bana með því að slá hann, því bóndi var skapstyggur, en pilturinn seinn og gufulegur. Hugðu menn bóndi hefði hulið hræ hans. Nokkru síðar dreymdi móður pilts að hann kæmi til sín. Hann kvað:

Blóðs um æðar ber nú klæðadulur,
en vígs um svæði vefoldar
víst munu blæða sjöfaldar.