Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Draugur beðinn fyrir bréf

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Draugur beðinn fyrir bréf

Jón Húnason bjó á Fitjum í Kirkjubólshverfinu. (Húni var lifandi þegar Snorri[1] var nýgiftur um 1768.) Sá hann um kvöldið þegar hann kemur út hvar maður kemur sunnan eftir Fitjabakkana. Jón spyr hvert hann ætli; hann segist atla norður í land. „Til hvers?“ segir Jón. „Ég á að fara að drepa þar stúlku,“ segir draugurinn. „Ber þú þangað bréf fyri mig,“ segir Jón. „Flýttu þér þá því ég á að vera kominn aftur fyri dag,“ segir draugurinn. Jón fer inn og hleður byssu sína og lætur silfurhnappa fyri, gengur fram og skaut hann. Draugurinn hvarf. En um morguninn fann hann þar mannsherðablað og götugt eftir hnappana.

  1. Líkl. Snorri Jónsson í Vatnagarði, sbr. Draugur rak sig á hníf.