Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Óvild Fúsa og Sigurðar Dalaskálds
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Óvild Fúsa og Sigurðar Dalaskálds
Óvild Fúsa og Sigurðar Dalaskálds
Sumir segja það hafi verið upphaf til óvildar þeirrar er varð millum Sigurðar Gíslasonar Dalaskálds og Leirulækjar-Fúsa að einhveriu sinni hafi Sigurður verið í smiðju að dengja ljá, en kona hans hafi komið út í smiðjuna og sagt honum að koma inn og borða skattinn; hafi þá Sigurður kastað fram vísuhelming þessum:
- Húsmóðir er Þórunn þekk
- þjónar (þénar) æru og dyggðum.
Þá hafi Fúsi átt að koma að í því og bætt við seinni hlutanum:
- Fekk hún vondan flærðarrekk
- fremst úr Dalabyggðum.