Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Óvild Fúsa og Sigurðar Dalaskálds

Úr Wikiheimild

Sumir segja það hafi verið upphaf til óvildar þeirrar er varð millum Sigurðar Gíslasonar Dalaskálds og Leirulækjar-Fúsa að einhveriu sinni hafi Sigurður verið í smiðju að dengja ljá, en kona hans hafi komið út í smiðjuna og sagt honum að koma inn og borða skattinn; hafi þá Sigurður kastað fram vísuhelming þessum:

Húsmóðir er Þórunn þekk
þjónar (þénar) æru og dyggðum.

Þá hafi Fúsi átt að koma að í því og bætt við seinni hlutanum:

Fekk hún vondan flærðarrekk
fremst úr Dalabyggðum.