Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fjandinn hefur sótt hans sál
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Fjandinn hefur sótt hans sál“
„Fjandinn hefur sótt hans sál“
Einu sinni missti kona nokkur mann sinn. Setti hún það fyrir sig að hann hefði farið illa, og leituðust ýmsir klerkar og margir aðrir við að hugga hana, en það kom fyrir ekki. Fúsi gjörði sig út á fund þessarar konu. Fór hún þá von bráðara að telja sér tölur um það hvernig maður sinn væri kominn. Fúsi varpaði öndinni mæðilega og mælti: „Minnstu ekki á það.“ Kvað hann þá vísu þessa:
- Fjandinn hefur sótt hans sál,
- sá hefur fleirum lógað;
- hann er komin í helvítis bál
- og hefur þar kvalir nógar.
Konan reiddist mjög við Fúsa, en fékkst aldrei framar um það hvernig farið hefði um mann sinn.