Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Af Höllu og Elínu

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Í Straumfirði á Mýrum bjó [ einu sinni[1] kona sem hét Halla. Hún var fjölkunnug mjög og forn í skapi. Hún átti systur sem hét Elín og bjó í Elínarhöfða í Vogum undir Akrafjalli. Þegar þær töluðust við systurnar og töluðu hljóðskraf þá stóð Halla á bjarginu hjá Straumfirði, en Elín á Elínarhöfða, og heyrði enginn hvað þær töluðu.


  1. Frá [ J. Á.: „um það leyti er svartidauði gekk hér yfir land (eftir 1400)“