Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ljósmóðurstörf Höllu
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ljósmóðurstörf Höllu
Ljósmóðurstörf Höllu
Halla var heppin yfirsetukona. Einu sinni sem oftar var hún sótt til konu sem lá á gólfi. Hafði verið búið um hana í heyi. Þegar sóttin harðnaði á konunni og hún fór að hljóða þá sagði bóndi: „Láttu bærilega kona; það er líklegt þú þurfir ekki að láta svona þó þú liggir svolitla stund í heybæli.“ Halla býr þá upp annað heybæli og segir við bónda: „Leggstu þarna og vitaðu hvað gott þér þykir.“ Hann hélt sér yrði valla mikið um það og lagðist þar niður, en þá fór hann strax að æpa og hljóða, en konan hætti því. Þegar hún var búin að fæða barnið linaði bóndi á hljóðunum og hætti innan skamms. Stóð hann þá upp og var heill. Halla sagði þá við konuna: „Sóttina gat ég látið hann bera fyrir þig, en ekki gat ég látið hann fæða barnið.“