Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Af Jóni og sýslumanni
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Af Jóni og sýslumanni
Af Jóni og sýslumanni
Halldór sýslumaður Jakobsson mæltist einhverju sinni til þess við Jón glóa að hann sýndi sér hvernig hann færi að vekja upp dauða menn. Jón var lengi tregur til, en lét þó um síðir tilleiðast. Gekk Jón þá út í kirkjugarðinn á Felli í Kollafirði, þar sýslumaður bjó, og fór að vekja upp, en sýslumaður horfði á aðfarir hans út um stofuglugga sinn er gegnt var kirkjugarði. En er Jón hafði vakið upp hinn dauða og hann stóð þar gagnvart stofuglugganum þá varð sýslumanni felmt við, kallaði til Jóns og bað hann í öllum hamingju bænum að koma draugnum aftur niður. En það veitti Jóni glóa svo erfitt að mælt er hann drægi það til bana.