Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fúsi kveður fyrir hjónaskálum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Fúsi kveður fyrir hjónaskálum
Fúsi kveður fyrir hjónaskálum
Til brúðguma:
- Þú sem að gafst oss þessa skál
- þinn bið ég drottinn veri;
- kvinnunnar hressist sinni og sál
- svo að hún ávöxt beri.
- Hæstu heimsgleði[1] hafa mátt,
- hennar við nárann dúsa;
- haf þú í minni hvörja nátt
- hann Leirulækjar-Fúsa.
Í öðru brúðkaupi fyrir hjónaskál:
- Brúðhjónanna bolli
- berst að höndum mér,
- í tízkunni ég tolli
- og tala svo sem ber:
- Ávaxtist sem önd í mó
- eða grásleppa í sjó.
- Hér á enda hnoða ég ró,
- haldið þið piltar við.
Enn fyrir skálum í enu þriðja brúðkaupi:
- Ykkur er skylt ég óski góðs,
- ekki er mér það bannað:
- Eftir staupa fylli flóðs
- farið þið hvört á annað.
- ↑ Sumir hafa fyrir Hæstu heimsgleði: Holdsins gæði.