Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fatahvarfið
Útlit
Það var eitt sumar undir það að Eyrarbakkaskip átti að fara þaðan til útlanda að skipverjar komu klæðum sínum í þvott hjá konu einni á Bakkanum. Hún þvoði fötin einn góðan veðurdag og breiddi þau svo út til þerris. Um kvöldið er hún ætlaði að hirða fötin voru þau öll horfin. Þetta var kennt Stokkseyrar-Dísu að hún hefði með kynngi látið fötin hverfa heim til sín; en enginn þorði eftir að ganga.