Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Finnurinn og síra Eiríkur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Finnurinn og síra Eiríkur
Finnurinn og síra Eiríkur
Finnur einn var svo fjölkunnigur að hann fann engan sinn jafningja. Var hann búinn að senda um öll lönd – „og er nú hvergi eftir nema það auma Ísland og mun hann ekki þar vera,“ segir hann. Sendir hann nú kött til Íslands. Síra Eiríkur var í stólnum á páskadaginn; er kötturinn þá kominn allt að predikunarstólnum. Síra Eiríkur lítur við honum, enda snýr kisa við. En er síra Eiríkur kemur fram úr kirkjunni á hvítasunnudag og í framkirkjuna þá er maður í kirkjudyrum og er köttur fastur á hnakka honum og spennir klærnar fram í hvarmana. Losnaði kötturinn þegar Eiríkur kom. „Ertu kominn hér veslingur?“ segir síra Eiríkur; „detztu ekki oftar við hann Eirík á Vogsósum.“