Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fjölkynngi Jóns

Úr Wikiheimild

Maður hét Jón og var Guðmundsson; hann bjó að Hellu á Árskógsströnd. Hann var haldinn mjög fjölkunnugur og vóru allir góðir menn hræddir við hann því það orð lék á að hann beitti kunnáttu sinni meir til að gjöra öðrum illt en til að vinna sér eður öðrum gagn; var hann því harla óþokkasæll.