Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hallur á Horni bannsunginn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Hallur á Horni bannsunginn
Hallur á Horni bannsunginn
Hjálmar Jónsson nefnir helzt til Jón blóta og Þorgils að í erjum hafi átt við séra Snorra. Hallvarður Hallsson á Horni þreytti og forneskju við prest. Frá Halli segir Hjálmar að hann hafi verið bannsunginn í Skálholti af Finni biskupi fyrir galdur (sem þó er ósönn sögusögn), en sama dag og bannsetningin fór fram í Skálholti horfði Hallur í gaupnir sér og kvað vísu:
- „Margir nefna á Horni Hall,
- hafi sá blendna trúna;
- skrýtilegt er skrattaspjall
- hjá Skálholts klerkum núna.“