Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Jarðgöng í Selárdal

Úr Wikiheimild

Það ætla menn að Kári hafi látið gjöra undirgang í jörðu úr Selárdalsbæ og í kirkjuna og þaðan aftur suður úr kirkjubrekkunni ofan undir ána og enn undirgang úr bænum gegnum allan túnhólinn norðvestur í dæld þá er liggur upp undir fjallinu og inn í dalinn, og hafa menn nú [á] dögum fundið ljós merki til þessa undirgangs; hefur hann verið ærið rambyggilega gjörður og djúpt í jörðu niðri.