Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Kolbeinn á Bjarghúsum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Kolbeinn á Bjarghúsum
Kolbeinn á Bjarghúsum
Kolbeins er áður getið þar sem hann varð fyrir Skrímslinu á Vesturhópsvatni. Hann var heldur forn í skapi og þótti andríkur.
Í elli sinni var Kolbeinn flæmdur burt frá koti því sem hann bjó á, Bjarghúsum; því olli Kristín nokkur Jónsdóttir. Hún var ríkiskona, en vildi ná kotinu fyrir eitt barn sitt því henni þótti það hæfilegt fyrir frumbýling að byrja búskap á. Þá kvað Kolbeinn þetta:
- „Kristín í Nípukoti
- Kolbein flæmdi frá Bjarghúsum.
- Rekkur í ráðaþroti
- reynist af huga illfúsum.“
Síðan er mælt að niðjar Kristínar hafi orðið ólánsmenn.