Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Kukl Jóhannesar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Kukl Jóhannesar

Jóhannes hét maður, Ólafsson; hann bjó á Kirkjubóli í Arnarfirði og varð gamall og lifði fram yfir miðja 19. öld. Hann var haldinn galdramaður og þótti þar mörg raun á verða, og eiga Arnfirðingar ýmsar sögur um það. Börn átti Jóhannes mörg og dóu þau ung og voveiflega að sögn, og var það kennt galdrakukli Jóhannesar.

Í grennd við Jóhannes bjó eitt sinn Guðrún skálda, systir Jóns prests Vestmanns Jónssonar Úlfssonar. Guðrún var haldin ákvæðaskáld og heit í anda. Hún var fátæk; átti hún eina kú undir baðstofulofti sínu. Einu sinni sagði hún svo frá að hún séð hefði strákdraug koma inn í baðstofuna og ætlaði hún Jóhannes mundi hafa sent hann. Draugurinn sá hún að ætlaði undir loftið til kýrinnar, „og dró ég mig þá ofan,“ mælti Guðrún, „en hann fór burt og kom ekki aftur“.