Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Nautabandið

Úr Wikiheimild

Einu sinni slitnaði nautaband hjá kölska um veturinn, Sæmundur skipaði honum að sauma það saman aftur. Kölski tók þá mjaðmarbein úr hesti og dró griðungssin í augað á beininu og saumaði svo, hafði beinið fyrir nál, en griðungssinina fyrir nálþráð. Sæmundur sá þetta og hló að. Þá segir kölski: „Svona sauma ég nú, Sæmundur, stórt og sterkt.“ Sæmundur tók bandið og sleit það um sauminn og sagði hann þyrfti ekki að hrósa hvað sterkt það væri.