Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Skollalaut

Úr Wikiheimild

Þann vetur sem kölski var fjósamaður Sæmundar sendi Sæmundur hann einu sinni í skóg upp að Skarfanesi. Kölski dró drögur stórar suður að Odda og kom laut í jörðina eftir hann þar sem hann fór. Sú laut liggur ofan frá Skarfanesi suður um Stóruvallabót og sést enn til hennar víða hvar suður að Odda. Hún heitir síðan Skollalaut.