Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ofheyrnir (inngangur)

Úr Wikiheimild
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Önnur gáfa er það sem næst gengur þessari gáfu sem nú var minnzt og sem mér liggur við að kalla Ofsjónir,[1] en þessa aftur á móti ofheyrn. Hún er vafalaust sjaldgæfust allra yfirnáttúrlegra gáfna og af því ég hef svo sjaldan heyrt hennar getið læt ég mér lynda að setja hér frásagnir um hana eftir handriti dr. Hallgríms Schevings.

  1. Ofsjónir er þó annað í daglegu tali.