Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Sending (1)
Útlit
Það er enn sagt að kvöld eitt kom Sveinn eftir vöku út með vinnumanni sínum og sá hann þá eldhnött einn ógurlegan, þó með sorta nokkrum, líða framan dalinn og stefna að þeim. Báðir sáu þeir hið sama. Segir þá Sveinn: „Varaðu þig, lagsmaður, þér er ætlað.“ Og í því hneig maðurinn niður með froðufalli. Tekur Sveinn þá manninn og ber hann til baðstofu mál- og ráðlausan. Tók þá Sveinn bók eina undan kodda sínum og las yfir vinnumanni þulu nokkra, en so fljótt og óskiljanlega að fólk sem við var skildi ekkert orð. Alla nóttina vakti hann einn yfir honum, en um morguninn eftir var maðurinn heilbrigður.