Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Skíðagrindin

Úr Wikiheimild

Öðru sinni fór Jón grái til skreiðarkaupa í Húsavík, fékk þar tvær fiskavættir og ætlaði so brott, en þá brast á dimmviðri ófært. Þetta veður hélzt í viku og tepptist hann þar þann tíma. Eftir það birti upp og bjóst Jón af stað. Hann hafði skíðagrind og lagði þar á báðar fiskavættirnar og ók af stað. Ófærð hafði hann í mitt lær og mjaðmir, en grindin flaut. En þegar er Jón kom fram fyrir hól þann sem er fyrir framan Húsavík sást það til ferða hans að hann var setztur á grindina, og rann sleðinn eins og áður. Lét hann so ganga inn á Háls og það sáu menn úr Loðmundarfirði að maður fór á sleða þar hjá um daginn. Heim hélt hann að Dalhúsum um kveldið.