Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Skollagróf (1)

Úr Wikiheimild

Það er sagt að Sæmundur fróði hafi látið skolla sækja skóg fyrir sig upp Rangárvelli og Land, inn í Búrfell, sem er á framanverðum Gnúpverjaafrétti. Dró kölski allan skóginn í einum bagga eða slóða heim í Odda. Kom allbreið laut undan draganum og sést hún sumstaðar á Landi, en eftir endilöngum Rangárvöllum er hún glögg, og er hún kölluð Skollagróf.