Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Skrúði
Útlit
Margir voru hættir Kára undarlegir; sá var einn að hann hvarf jafnan að heiman áður hann skyldi syngja messu og kom heim aftur ífærður prestsbúningi sínum. Er svo sagt að hann léti messuskrúða sinn geymdan í koti nokkru er hann hafði byggja látið norður og niður frá bænum í Selárdal og dregur nafn af því að Kári kom skrýddur þaðan og heitir hjáleiga þessi nú Skrúði.