Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Stefnivargur (inngangur)
Fara í flakk
Fara í leit
Sá sem vildi gjöra fjandmönnum sínum tjón sendi þeim bæði sendingar sem áður er sagt og stefnivarga, Stefnivargur þýðir í sjálfu sér úlf sem stefnt er á eitthvað, en í þessari merkingu þau dýr sem mögnuð eru með göldrum og síðan beint að öðrum, þeim til tjóns og torlegðar.