Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Töðustuldurinn
Útlit
Einu sinni voru vermenn um nótt á Vogsósum og stal einn þeirra töðu frá Eiríki og gaf hesti sínum, en er hann fór burt að morgni með félögum sínum tók hesturinn að drekka úr ósnum og kom maðurinn honum ei þaðan fyrr en um kvöldið seint. Þá tók hann það ráð að fara heim að Vogsósum aftur og biðja gistingar. Eiríkur lét það til reiðu og mælti: „Varaðu þig á því að hún Vogsósataða er megn. Taktu hana ekki aftur heillin góð.“ Maðurinn sneyptist og bað fyrirgefningar. Eiríkur kvað svo skyldi vera.