Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Tyrkjasvæfa

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Einu sinni sást skip eitt í hafi ákaflega mikið og stórt; hélt það að landi og dró upp stríðsmerki. Var Magnúsi til sagt og brá hann við og gekk til strandar og spígsporaði þar um fjöruna. Hvessti hann þá svo ákaft af landi að undrum gegndi. Dreif skipið með sama til hafs – að sagan segir – og hefir síðan ekki við það vart orðið. Héldu landsmenn þetta hefði verið ræningjaskip af Tyrkjanum út sent og kvað þá Magnús kvæði það er kallað er Tyrkjasvæfa.