Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Viðureign Jóhannesar við Benedikt Gabríel

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Viðureign Jóhannesar við Benedikt Gabríel

Margar eru sagnir um sameign þeirra Jóhannesar og Benidikt Gabríels og er það ein að Jóhannes öfunda[ði] heppni hins við seladráp; gjörði honum ýmsar glettingar, þó forgefins. Sendir hann þá draug einn og lætur drepa þá einu kú er Benidikt átti. Verður hann þess vís og sendir til baka og lætur drepa aðra fyrir Jóhannesi. Hirðir hann þá sending sína, en getur ekki meir um sinn að gert. Einn morgun snemma gengur Benidikt með hásetum til skips og ætlar að róa til selfanga. Rasar hann á naustvegg og styður hendi við kjöl selabátsins er þar hvolfdi. Biður hann þá menn sína láta þennan bát kyrran, en rær öðrum stærri um daginn; þykir þeim það furða, en tala fátt. Um daginn var logn, en að kvöldi þegar þeir lenda liggur sá báturinn sem í naustinu var í flæðarmáli brotinn í parta. Segir þá Benidikt: „Sona áttum við að fara í dag með bátnum, hefði Jói ráðið.og svog kom hann Gabríel ari trigva og gunnnar og Daníel og bargaði dagi um.