Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Goðfræðisögur/Guðríður í Hvammi og álfkonan

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Kringum 1760-80 bjó lengi í Hvammi í Fljótum Gísli faðir Þorvaldar. Kona Gísla hét Guðríður. Það var einu sinni snemma vetrar að Guðríði dreymir að til hennar kemur ókunnug kona og biður hana að hjálpa sér á hverju kvöldi um nýmjólk í merkurkönnu og setja hana á vissan stað í eldhúsinu. Gerði Guðríður þetta allan veturinn og var á hverjum morgni horfin mjólkin úr könnunni. En þegar hún á sumardagsmorguninn fyrsta ætlar að taka könnuna þá liggur þar rósuð samfella (kvenfat) með stórum laufa-silfurhnapp í. Átti Guðríður þessa samfellu alla ævi síðan.