Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Djöfullinn nærgöngull við ungbörn

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, ritstjórn Jón Árnason
Djöfullinn nærgöngull við ungbörn

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Það hefur verið trú hér á landi að hinn vondi væri mjög nærgöngull við ungbörn og dæmi eru til þess að djöfullinn hafi „vitjað nafns“ meðan börn voru í móðurkviði. Þess vegna var það siður til forna að særa djöfulinn frá barninu þegar það var skírt. Hér set ég þá að lyktum tvær sögur þessu til sönnunar þó hin fyrri sé allung.