Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Síra Þórður á Lundi

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Síra Þórður á Lundi

Um síra Þórð er sögð allt að einu saga, auðsjáanlega sú sama sem rituð er í Þjóðsögunum, II, bls. 4.[1] – Munurinn er þessi:

Þegar prestur var búinn að flytja nokkurn part ræðunnar þagnar hann um stundarsakir, en er hann rauf þögnina mælti hann: „Þetta var skoplegur skratti!“ byrjar þessu næst ræðuna aftur.

Að messunni endaðri biður hann söfnuðinn fyrirgefningar. Játaði söfnuðurinn því fúslega er hann hafði sagt þeim hlátursorðsökina:

Þegar kerlingar tvær fóru að deila utarlega í kirkjunni sér hann hrafna tvo með járnnefjum og járnklóm rita hvert orð það er kerlingarnar töluðu, á skóbót með nefjunum og ráku nefin ofan í blóð í hrosshóf. Að lokunum varð bótin of lítil. Teygðu þeir hana þá og toguðu á milli sín, en er þeir streittust sem mest við að teygja bótina skrapp hún úr nefinu á öðrum hrafninum. Datt hann þá af kastinu ofan á fald annarar kerlingarinnar og setti af henni skautið. Að því hló prestur.

Sagt er að síra Þórður hafi oftar séð sjónir þessari líkar.


  1. Þórður Jónsson (1769-1834) var prestur að Lundi 1814-1833.