Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ádám eða Sátán

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Ádám eða Sátán

Eitt sinn kom kerling heim frá kirkju sinni og segir: „Það var víst einhver merkismaður sem presturinn nefndi í dag; annaðhvort hét hann Ádám eða Sátán, ég man ekki hvort nafnið var.“