Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Álúti biskupinn

Úr Wikiheimild

Einu sinni voru tvær kerlingar á ferð þar nálægt sem lestamenn áðu hestum sínum. Svo stóð á að þeir höfðu í lestinni meri álægja og graðhest. En þegar kerlingarnar fóru fram hjá hestunum og tjaldinu stóðu lestamennirnir úti og graðfolinn var einmitt að fylja merina. Heyra mennirnir þá að önnur kerlingin segir: „Álútur ríður hann núna í söðlinum, blessaður.“ Þá svarar hin: „Ég held það sé ekki tiltökumál um jafnháaldraðan mann sem blessaður biskupinn okkar er orðinn,“ því þær ímynduðu sér að biskupinn væri þar á ferð, en vissu að hann var orðinn gamall maður.[1]

  1. [Jón Borgfirðingur segir: „Ég hef heyrt að kerlingin hafi sagt: „Álútur ríður hann núna himnafaðirinn,“ því hún hélt þetta væri hann, en ekki biskupinn.“]