Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ég ætlaði ofan hvort sem var

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Einu sinni ætlaði kerling ofan lúkugatið og fram í baðstofu. En í stiganum skriðnaði henni fótur, stakkst á höfuðið og hálsbrotnaði. En í fluginu heyrðu menn til kerlingar: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.“ Þetta er síðan haft að máltæki ef einhverjum ferst hrapallega og lætur sér ekki bilt við verða: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.“