Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ég ætlaði ofan hvort sem var
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
„Ég ætlaði ofan hvort sem var“
„Ég ætlaði ofan hvort sem var“
Einu sinni ætlaði kerling ofan lúkugatið og fram í baðstofu. En í stiganum skriðnaði henni fótur, stakkst á höfuðið og hálsbrotnaði. En í fluginu heyrðu menn til kerlingar: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.“ Þetta er síðan haft að máltæki ef einhverjum ferst hrapallega og lætur sér ekki bilt við verða: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.“