Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ég kæri mig þá ekki
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Ég kæri mig þá ekki“
„Ég kæri mig þá ekki“
Einu sinni reið maður í k[v]onbónaferð og finnur stúlku þá er honum datt í hug; kemur á bæinn og gerir boð fyrir hana. Hún kom út. Hann segir: „Sæl og blessuð, Ingibjörg mín! Viltu ekki eiga mig? Hérna er króna sem ég vil gefa þér (en hann sá í krónuna). Máske þér þyki ég lítilfjögglegur. Ég kæri mig þá ekki. Vertu blessuð og sæl!“