Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ég vildi þér gleymduð því altént

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Ég vildi þér gleymduð því altént“

Kerling nokkur bar sig upp fyrir presti sínum eftir messu um það að hann gleymt hefði að útdeila sér brauðinu og vildi hann bætti sér það með einhvorri lítilli þóknun. Prestur var fús til þess og segir henni að koma inn með sér; hún gjörir það. Gefur hann henni væna svartabrauðsköku og spyr hvort hún sé nú ekki ánægð. „Jú ójú, langt fram yfir það,“ kvað kerling, „ég vildi þér gleymduð því altént.“