Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Í hverju ætti ég þá að vera hverndag?

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Kona gömul og rík sagði eitt sinn frá því að hún væri svo vel fötuð að hún ætti fimmtán hempurnar. Mælti þá bláfátæk nágrannakona hennar er hún heyrði þetta: „Þér gjörið svo vel heillin góð að gefa mér lökustu hempuna yðar.“ „Ekki held ég verði af því,“ mælti hin, „eða í hverju ætti ég þá að vera hverndag?“