Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Öskupokinn og kerlingin

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Öskupokinn og kerlingin

Einu sinni sem oftar messaði einn prestur á öskudaginn og hafði einnver stelpan fest öskupoka aftan í hempuna hans þegar hann gekk út í kirkjuna. En þegar prestur gekk innar eftir kirkjugólfið kom kerling sem sat þar í einum stólnum auga á öskupokann, og varð henni svo bilt við að hún kallaði upp: „Takið þið djöfulinn úr prestinum.“