Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þó aldrei hefðuð þér satt orð talað

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Þó aldrei hefðuð þér satt orð talað“

Einu sinni átti síra Jón á Möðrufelli tal við bændur sína um eitthvað; líkaði þá Stefáni á Bringu það svo vel sem prestur sagði að hann vildi dást að því og mælti: „Þó aldrei hefðuð þér satt orð talað, séra Jón minn, þá sögðuð þér að tarna satt.“