Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þú hefur það fyrir hitt okkar
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Þú hefur það fyrir hitt okkar“
„Þú hefur það fyrir hitt okkar“
Einu sinni var kaupamaður á bæ allan sláttinn. Bóndi galt honum kaupið um haustið; það voru kindur. Ekki var fleira fólk á bænum en kona bónda og dóttir og vóru þær í réttinni þegar bóndi afhenti kindurnar. Þá tók kona hans kind og gaf kaupamanni og sagði: „Þú hefir það fyrir hitt okkar, kaupi minn.“ Þá tók dóttirin aðra kind og gaf honum og talaði sömu orðum. Bóndi gaf honum þá þriðju kindina og sagði eins: „Þú hefir það fyrir hitt okkar, kaupi minn.“ Þá varð dóttirin hissa og kallaði upp yfir sig: „Nú, fór hann á hann föður minn líka?“ Þá varð bóndi ánægður því þetta fór eins og hann ætlaði. Þau urðu nú öll að meðganga og kaupamaður varð að gjalda töluverðar bætur svo bóndi léti þetta ekki koma fyrir yfirvöldin.