Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þú kemur þar líklega aldrei

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni sváfu tvær kerlingar saman; önnur þeirra gat ekki sofnað strax og tók hin til að láta illa í svefninum. En þegar hún vaknaði spyr kellingin er vakti: „Hvað dreymdi þig blessuð?“ „Og minnstu ekki á það; ég þóttist vera komin í himnaríki.“ Þá segir hin: „Oft er ljótur draumur fyrir litlu efni. Þú kemur þar líklega aldrei.“