Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þú liggur þarna

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Þú liggur þarna“

Séra Sigurður Sigurðsson sem seinast var prestur að Auðkúlu[1] jarðsöng bónda einn í sókn sinni sem honum þótti tregur að gjalda prestgjöld sín. Er sagt hann hafi mælt þessa vísu yfir líkinu í gröfinni; aðrir segja þá búið var að jarða:

„Þú liggur þarna laufa grér
lágt niður í grafar hver.
Ekki meir ég þyl yfir þér,
þú þrjózkaðist við að gjalda mér.“


  1. Sigurður Sigurðsson (1774-1862) var prestur á Auðkúlu 1843-'56.