Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Það hefur ei átt fyrir þér að liggja

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Kona nokkur var að kenna dóttur sinni lærdóminn og koma henni í skilning um hann. Spyr stúlka þá móður sína: „Hvað kemur til þess mamma mín að ég er ekki guð?“ „Það kemur til þess,“ mælti konan, „að það hefur ei átt fyrir þér að liggja, stelpa mín, að vera það.“