Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Það heyrist ekki hundsins mál

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Það heyrist ekki hundsins mál“

Einu sinni komst hundur inn í kirkju þegar presturinn var kominn upp í stólinn. Tekur þá hundurinn að gelta svo hátt að söfnuðurinn truflast og heyrir ekkert til prestsins. Meðhjálparinn hleypur þá til og ætlar að reka hundinn út úr kirkjunni, en af því honum var svo mikið í hug mismælir hann sig svo háskalega að hann segir: „Það heyrist ekki hundsins mál fyrir helvítis kjaftinum á prestinum.“