Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Það kemur ei til af góðu

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Það kemur ei til af góðu“

Kona nokkur kom eitt sinn að máli við grannkonu sína og ræddi um búnaðarbasl og af því leiðandi margföld bágindi sín og armæðu á sálu og líkama; kenndi hún það allt ódugnaði og leti manns síns. Bar hún sig aumlega svo konan er hún ræddi við kenndi í brjóst um hana og vöknaði báðum um augun; og er þær höfðu nokkra stund um þetta rætt segir grannkonan: „Þið eruð samt, vesalingar, sæl með það að þið eigið ekki börnin.“ „Já,“ svaraði konan, „það kemur ei til af góðu; hann nennir því ei fremur en öðru, mannfýlan.“