Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Það var frygðum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Það var frygðun
Það var frygðun
Kelling sem alin var upp í Tálknafirði og dvalið hafði allan aldur sinn þar í sveit og við Arnarfjörð sagði eitt sinn frá unglingsstúlku sem henni þókti illa vanin og hafa slæmt orðbragð, var hún samtíða stúlkunni eitt ár í Arnarfirði, – og fórust henni svo orð í frásögninni: „Það þókti mér, elskan mín góð, frygðun að heyra hvornin hún mólokaði hana móður sína.“
Sama kerlingin var eitt sinn að ræða um móður sína og hrósa henni og mælti hún þá þetta: „Það var von þótt hún móðir mín fengi það að illt væri um hana talað fyrst skikkanlegt fólk fær það.“