Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þar mun ljós af verða
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Þar mun ljós af verða“
„Þar mun ljós af verða“
Kerling ein var send eftir eldi til næsta bæjar á vetrardag. Veður var kalt og frjósandi. Þegar kerling var komin á miðja leið milli bæjanna þurfti hún að ganga á jörð. En þegar hún stendur upp aftur sér hún að þar leggur reyk upp af. Verður henni það þá fyrir heldur en fara lengra eftir eldinum að hún leggur sig niður og fer að blása í, því hún ætlaði að eldur leyndist þar sem reykinn lagði af. Svo bar við að menn fóru þar fram hjá meðan kerling grúfði niður og blés í ákafa í glæður þessar. Heyrðu þeir hana þá segja: „Þar mun ljós af verða.“ En hvað sem ljósinu leið er hitt víst að henni varð ekki hitinn af því að liði, því hún fannst daginn eftir króknuð á sama stað.