Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þarna hafa þeir hitann úr

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Þarna hafa þeir hitann úr“

Einu sinni kom kelling að skipi í grimmdarfrosti. Hún hafði heyrt sagt að það mætti hita sér á árahlummunum. Hún tók um einn árarhlumminn og sagði: „Þarna hafa þeir hitann úr.“ Þar hélt hún um þangað til hún var orðin kalin.