Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þetta er ekki stássferð

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Þetta er ekki stássferð“

Sú er sögn að strákur einn átti að hengjast og er að því kom og hann kvaddi móður sína spyr hún hvort hann vilji ei hafa sparihúfuna sína á höfðinu. Hann kvað nei við og mælti: „Þetta er ekki stássferð, móðir mín.“