Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þvílíkur gellir
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Þvílíkur gellir“
„Þvílíkur gellir“
Kona nokkur var eitt sinn ásamt mörgu fólki komin í sæti sitt í kirkjunni og beið skrifta. Segir hún þá lágt við grannkonur sínar sem hjá henni sátu: „Hefur ekki komið hjá ykkur gellir, stúlkur góðar?“ Þær þegja; hún spyr aftur hins sama lítið hærra. Segir þá einhver til að hafa hana af sér: „Ekki hefur á því borið.“ „Það er þá eins og hjá mér,“ segir hún, „það hefur komið hjá mér gellir í dagstæða viku, þvílíkur gellir, þvílíkur bölvaður gellir.“ Þetta seinasta hafði hún svo hátt að presturinn heyrði inn í kórinn. En presturinn var séra Jón á Möðrufelli[1] og má nærri geta hvað honum hafi verið boðið.
- ↑ Þ.e. sr. Jón Jónsson „lærði“ (1759-1846).