Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/„Bölvaður drumbafaðirinn“

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Bölvaður drumbafaðirinn

Kerling ein fór, sem oft má verða, til kirkju sinnar. Leið hennar lá með sjó fram og hitti hún drumb nokkurn rekinn af sjó. Hún hugsaði með sér að hér hefði borið í veiði og skyldi hún heita soðsopann sinn um kveldið við drumbinn. Datt henni þá í hug að vel gæti þetta brugðizt ef einhver fyndi drumbinn meðan hún væri við messuna, og hefði hann á burt með sér. Hún réði þá af að hafa drumbinn með sér til kirkjunnar, og með því að hún þorði eigi að skilja hann eftir utan kirkju hafði hún hann með sér inn í kirkjuna og lét hann undir knésbætur sér þar sem hún sat. Nú var messugjörð hafin og prestur hafði flutt bæn í prédikunarstól og var byrjaður að lesa guðspjallið, en með því að kerling var sljóv á heyrn numdi hún lítið af því er prestur talaði fyr en hún heyrði að prestur sagði: „Ég skal reka út djöful þann sem drumbinn bar.“ Kerling brást reið við og kallaði hástöfum: „Þér skal ekki verða að því; mig fýsir eigi að heyra raus þitt, bölvaður drumbafaðirinn!“ Æddi kerling úr kirkjunni og heim til sín með drumbinn sinn og heitt[i] soðsopann sinn við hann um kvöldið fyr en hún hafði búizt við.